fimmtudagur, 14. febrúar 2008

"Þú ert bara lítill!"


Þegar Salka er að rökræða við pabba sinn meira í gríni en alvöru og hún er orðin uppiskroppa með tilsvör þá endar hún oft á því að segja "þú ert bara lítill"! Það finnst henni eitthvað það mest móðgandi sem hún getur fundið upp á án þess að vera mjög dónaleg. Það að vera álitin lítill er glatað í hennar augum og ef maður vill skjalla hana leyfir maður henni óspart að heyra hvað hún er þung og hvað hún sé búin að stæækka roosalega..allar buxur séu bara að verða allt of stuttar (alveg satt en þær eru reyndar sumar fyrir 2-3 ára). Þá verður hún svaka glöð.

Við höfum f
arið á óteljandi rólóa í borginni og þar af leiðandi séð ótal spænsk og stundum ekki spænsk börn að leik. Það sem þessi börn eiga mörg hver sameiginlegt er að minna frekar á dúkkur eða álfa en mannabörn. Ótrúlega smágerð með fullt af hári, risastór brún augu og oft klædd eins og litlir fullorðnir á leið í kaffiboð. Við Funi fórum til dæmis á róló um daginn þegar tveggja ára ofurspræk stelpa kom þar með mömmu sinni ...Funi og álfabarnið voru um það bil jafnstór..gott ef hann var ekki bara stærri! Mamma "álfsins" var bara alveg hlessa.

Ég hef líka tekið eftir því að ég gæti auðveldlega talist hávaxin hér miðað við marga, þá sérstaklega eldri kynslóðina. Það hefur oft komið fyrir að krúttleg eldri, kona, maður,vinkonur, vinir eða hjón ganga framhjá mér og ég þarf að halda að mér höndum til að klappa þeim ekki á kollinn í leiðinni...þau hefðu kanski ekki húmor fyrir því?

Konurnar í skólanum hennar Sölku áttu ekki orð til yfir stærð drengsins þegar ég kom með hann með mér í fyrsta skiptið.."er það virkilega... bara eins árs"? Ég reyndi að útskýra að íslensk börn væru frekar stór og ætlaði svo að fara að bæta við að Salka væri nú kanski undantekning, áður en þær sögðu "já ,Salka er nú einmitt frekar stór"! Það eitt segir allt sem segja þarf.

Næst þegar einhver ætlar að gefa til kynna að barnið mitt sé risi þá vitna ég bara í Sölku og segi :

"Hann er ekkert stór... þú ert bara lítill"!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég kannast við þessa ,,þú ert bara lítill" móðgun frá henni Hildi litlu frænku minni, sem er á svipuðum aldri og Salka, nanananabúbú, þú ert bara lítill! svo má alltaf taka Björmu á þetta ,,Kolla - Kolla" hrikalega svekkjandi komment hjá stelpunni.

Nafnlaus sagði...

Halló krúsur. Alltaf jafn hressandi lesning að lesa þínar skriftir. Þið eruð svo dugleg í útlandinu og ykkar er sárt saknað.
knús. lvk

Nafnlaus sagði...

Kannast einmitt við þessa móðgun, þú ert bara lítil ! Þetta er náttúrulega móðgun móðgananna :D
Og Salka er náttúrulega mjög stór eftir aldri og hefur alltaf verið ;) Funi, já, reyndar ágætlega stór en Salka, vó, hvílík stærð á einni 4 ára :D
knús í kotið.

Augnablik sagði...

Jamm, nananabúbú (hvaðan kom annars búbú) þú ert bara lítil Kolla Kolla... hvað gæti verið meira særandi?

Sakn'ykkar mucho xxx