mánudagur, 25. febrúar 2008

Meeeeeee

















Á mánudagsmorguninn sat ég á rúminu hennar Sölku og var að hjálpa henni að finna til föt og greiða henni fyrir skólann.

Henni varð litið á mig og sagði svo einlæg og hissa: "Mamma ég hef aldrei séð þig svona í framan...þú ert eins og kind!"

Spurning um að fara aðeins fyrr að sofa.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hihihi, litla kindin mín, hef nú enga trú á öðru en þú sért eins og nýsleginn túskildingur þarna í sólinni kolla mín :)
ég hins vegar er orðinn góðvinur kindatískunnar ójááá ;)

...p.s. heimasíðan hjá beibusunum er komin í lag jeiii
luv Selmundur

Nafnlaus sagði...

Er ég e-ð kindalega ?
Nei, eins og kind :D

Svo vinalegt að fá svona yndisleg comment í morgunsárið. Á eina vinkonu sem fékk eitt skemmtilegt frá eftirtektasama 3ja ára syni sínum þegar hún var að drífa sig í vinnuna einhvern morguninn : Mamma, ætlaru ekki að mála þig ?
hehe, það eru svo yndisleg þessar elskur.

Eins sem ég fæ að heyra frá Mikael er að hann, pabbi og Eva eru mjó en ég er bara feit með stóran rass :D Ótrúlega vinalegt af honum ;)

kv. frá Randers

Augnablik sagði...

Tja, ég veit nú ekki með túskildinginn..trúi eiginlega frekar rollukommentinu ;)Nú kíki ég á síðuna ykkar og fæ mér góðan krúttskammt.

Hehe já Fjóla mér var einmitt hugsað til Halla og Ladda..maður verður að halda sér ferskum til að ofbjóða ekki litlu lömbunum sínum ;)

kossar xxx

Nafnlaus sagði...

Dúllan. Hún er alveg frábær! ...þú ert samt ekki svo kindarleg :)

Ísak var mjög brugðið um daginn þegar hann heyrði fréttirnar í útvarpinu um strákinn (eitthvað um tvítugt að mig minnir) sem hálsbrotnaði þegar hann stakk sér út í grunna sundlaug. Þá spurði hann í mjög mikilli einlægni: "Æi greyið, datt þá af honum hausinn?" Sem betur fer fór ekki illa fyrir stráknum, þ.e. hann er ekki lamaður og vissulega var ekkert fyndið við þetta - auðvitað háalvarlegt mál, en ég skellti bara upp úr mér fannst þetta eitthvað svo einlægt og svo bara hvernig hann sagði þetta. Slæm móðir... :S

Knús til ykkar
Bryndís

Augnablik sagði...

Já þessir krakkar segja bara það sem kemur fyrst upp í kollinn á þeim..með tímanum missir maður svo þennan eiginleika kanski því miður en kanski bara sem betur fer hehe... Ég er ekki viss um að ég myndi þola svona mikla hreinskilni til lengdar og frá öllum sem ég hitti ;)