mánudagur, 11. febrúar 2008

Þjónn!?


Um síðustu helgi vorum við á rölti niðri í bæ og komum við á einhverju torginu þar sem fólk sat á veitingastöðum og kaffihúsum allt í kring og hafði það huggulegt.
Á torginu var líka maður sem gaf dúfunum að borða og tók það mjög alvarlega, hélt á brauðbita, gerði dúfuhljóð til að lokka þær til sín og skammaði börn og fullorðna fyrir að hræða dúfurnar "sínar" frá..þess má geta að maðurinn var vel við skál (róni). Þegar hann hafði lokið við að gefa dúfunum settist hann á bekk og hvíldi sig.
Þá kom ungur maður aðvífandi með bjór í hendinni. Mér sýndist þetta vera þjónn af einu kaffihúsinu eða veitingastaðnum þar sem hann var með svarta svuntu og í ljósum bol. Hélt að hann væri að gefa ógæfumanninum bjórleifar..þangað til ég sá að "þjónninn" var berfættur, svuntan var í raun buxur sem höfðu verið rifnar í tvennt og hengu einhvernvegin utan um hann og þegar hann sneri baki í okkur var hann á nærbuxunum. Hann gekk að ruslatunnunni fann sér brauðsneið og fékk sér bita, því næst tók hann annan bjór upp úr ruslinu hellti yfir í hinn sem hann hélt á og veifaði svo til Sölku sem horfði forviða á þetta allt saman.
"Hvað er í gangi?" sagði hún, "hann tók bara bjór upp úr ruslinu og hellti yfir í bjórinn sinn." "Hvað er eiginlega að gerast í huganum á honum"!!

Já, það er spurning?! Ég var aðallega að hugsa hvernig hún var svona viss um að þetta væri bjór en ekki til dæmis bara..kók?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það er sko margt sem er að gerast í huganum á þessum krökkum ;)
Á nærbuxunum .... bara fyndið, en samt greyin, eða bara eru þeir grey eða kannski bara greys eða eða eða .......
Alltaf gaman að lenda í einhverju óvæntu þegar maður ætlar að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni :D
kv. frá kuldanum í Randers.

Nafnlaus sagði...

ja hérna, þ.e. aldeilis ástandið. Já, fyndið að hún skyldi átta sig á þessu. Hún er fyndin og orðheppin - eins og mamma sín :)

KNús til ykkar í sólina og huggulegheitin
Bryndís

Nafnlaus sagði...

Hún Salka er náttúrulega bara snillingur og ofurkrútturófa. Hún er ekkert smá sæt á myndinni. Svooo ogaman að sjá og heyra hvað hún blómstrar.

Ástarkveðjur frá 105 með bráðnandi snjó. Húrra!!!

Nafnlaus sagði...

Ahahahahaha. Salka snilli. Skemmtileg saga. Vildi óska að ég væri ein af þeim sem koma í heimsókn ;( Kannski í sumar...Hver veit.

Knús Ása

Augnablik sagði...

Já kæru vinir ég er glöð að heyra að snjórinn er að bráðna..eða er það ekki annars gott?
Ása, ég treysti á að þið bankið upp á einn góðan veðurdag;)

Fullt af eldheitri ást..til að hjálpa til við að bræða snjóinn xxx