Draumar eru eitt það skrýtnasta sem ég veit. Draumar og dejavu. Undarlegt að finnast eins og þú sért að endurtaka einhvern atburð og hugsa á meðan: "þetta hefur gerst áður". Jafnvel þótt það gæti ekki hafa gerst áður? Ég var einu sinni í leikhúsi og fékk dejavu, hvernig getur það verið?
Draumar eru svona líka, allt í einu getur mann dreymt einhverja manneskju sem maður hefur ekki séð eða hugsað um í mörg ár og oft gerir maður svo steikta hluti að maður skilur ekki að þetta geti verið heilinn á manni sem er að gera þessar æfingar. Þegar ég var lítil og ekki svo lítil óskaði ég mér oft að ég fengi videóspólu í pósti á hverjum morgni
og á spólunni væru draumar mínir þá nóttina.
Stundum eru draumar ótrúlega skýrir og stundum samansull af algjöru rugli. Hver kannast líka ekki við að vera fara gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt, fara í rússíbana, skella sér til útlanda, fara í risarennibraut og vakna akkúrat áður en draumurinn varð að "veruleika. Mig dreymdi allavega oft svoleiðis þegar ég var lítil og var alltaf jafn svekkt þegar ég vaknaði, stundum reyndi maður að halda áfram að sofa en fór þá náttúrulega að dreyma eitthvað allt annað!
Ég man oft hvað mig dreymdi strax og ég vakna en svo þegar ég fer á fætur og huga að öðru þá gleymi ég þeim yfirleitt að mestu. Stundum man ég brot og brot. Eina nóttina nýlega, dreymdi mig að ég væri rosalega þyrst og ég drakk fullt af mjólk og svo þambaði ég vatn. Þegar ég vaknaði mundi ég þetta svo skýrt og vegna þess að hægra heilahvelið virðist virkara hjá mér, ég er ekki sérstaklega vísindalega sinnuð og trúi því að hlutirnir séu annað og meira en bara svart og hvítt og annaðhvort eða, þá fletti ég þessu upp. Þar stóð : "Að drekka mjólk er fyrir fagnaðarfréttum." annarsstaðar sóð samt : "Að drekka mjólk er fyrir sviptingum og stormasömum viðburðum í einkalífinu" Nú er bara spurning hvort verður úr..kanski bara bæði? Enfremur las ég : "Svalandi og kaldur drykkur er fyrir meðlæti og velgengni. Dreymi þig að þig þyrsti og þú drekkur hreint vatn er það fyrir góðu" Vatnið í draumnum var sannarlega bæði hreint og svalandi .
Aðra nótt dreymdi mig að við Bjarki rifumst alveg svakalega og ég grét úr mér augun. Þegar ég vaknaði um morguninn þurfti ég smá stund til að átta mig á því að þetta hefði ekki gerst í alvörunni. Ótrúlega óþægilegt. Ég varð að leita að skýringu og fletti þessu upp þar sem Bjarki kannaðist ekkert við málið. Þar stóð: "Oft er talað um að draumar þar sem mikið er um rifrildi séu af hinu góða, þar sé dreymandinn að fá útrás sem hann fær ekki í vöku. Að rífast í draumi er merkir að þú eigir trausta vini. Sá sem þú rífst við í draumi er þinn tryggasti vinur". En sætt! Las svo meira: "grátur boðar mikla gleði". Húrra fyrir því! Að lokum fletti ég upp draumi sem ég mundi óljóst að ég hefði verið að pakka niður og tíndi ýmislegt til ofan í ferðatösku. Fletti og þar stóð: "Opin ferðataska með einhverjum hlutum er fyrir kærkomnum nýjungum. Fullar ferðatöskur eru mjög gott tákn, þær boða uppfyllingu óska þinna ".
Þannig að nú bíð ég bara eftir fagnaðarfréttum, sviptingum, uppfyllingu óska minna, meðlæti, velgegni og allt hvaðeina, en ef mig dreymir eitthvað sem túlkast illa þá dæmi ég þetta sem kerlingabækur og kukl þegar í stað!
1. maí var annars laus við kröfugöngur að okkar hálfu en þess í stað héldum við í Parc de la Ciutadella, fórum á árabát,nutum góða veðursins og fallega umhverfisins, sáum andapar með 10 andarunga og 2 skjaldbökur, hlupum á eftir krökkunum sem voru dugleg að fara í sitthvora áttina, dilluðum okkur við músik frá síðari heimstyrjöldinni og dáðumst að fólkinu sem virkilega kunni að dansa við hana og fékk mann til að langa að skrá sig á námskeið þegar í stað.
Í þessum skrifuðu orðum barst mér símtal frá Petru vinkonu minni sem tilkynnti mér að hún hafi verið að eignast yndislegan strák..sko draumarnir strax farnir að rætast því þetta kalla ég sko fagnaðarfrétt í lagi.
Draumar eru svona líka, allt í einu getur mann dreymt einhverja manneskju sem maður hefur ekki séð eða hugsað um í mörg ár og oft gerir maður svo steikta hluti að maður skilur ekki að þetta geti verið heilinn á manni sem er að gera þessar æfingar. Þegar ég var lítil og ekki svo lítil óskaði ég mér oft að ég fengi videóspólu í pósti á hverjum morgni
og á spólunni væru draumar mínir þá nóttina.
Stundum eru draumar ótrúlega skýrir og stundum samansull af algjöru rugli. Hver kannast líka ekki við að vera fara gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt, fara í rússíbana, skella sér til útlanda, fara í risarennibraut og vakna akkúrat áður en draumurinn varð að "veruleika. Mig dreymdi allavega oft svoleiðis þegar ég var lítil og var alltaf jafn svekkt þegar ég vaknaði, stundum reyndi maður að halda áfram að sofa en fór þá náttúrulega að dreyma eitthvað allt annað!
Ég man oft hvað mig dreymdi strax og ég vakna en svo þegar ég fer á fætur og huga að öðru þá gleymi ég þeim yfirleitt að mestu. Stundum man ég brot og brot. Eina nóttina nýlega, dreymdi mig að ég væri rosalega þyrst og ég drakk fullt af mjólk og svo þambaði ég vatn. Þegar ég vaknaði mundi ég þetta svo skýrt og vegna þess að hægra heilahvelið virðist virkara hjá mér, ég er ekki sérstaklega vísindalega sinnuð og trúi því að hlutirnir séu annað og meira en bara svart og hvítt og annaðhvort eða, þá fletti ég þessu upp. Þar stóð : "Að drekka mjólk er fyrir fagnaðarfréttum." annarsstaðar sóð samt : "Að drekka mjólk er fyrir sviptingum og stormasömum viðburðum í einkalífinu" Nú er bara spurning hvort verður úr..kanski bara bæði? Enfremur las ég : "Svalandi og kaldur drykkur er fyrir meðlæti og velgengni. Dreymi þig að þig þyrsti og þú drekkur hreint vatn er það fyrir góðu" Vatnið í draumnum var sannarlega bæði hreint og svalandi .
Aðra nótt dreymdi mig að við Bjarki rifumst alveg svakalega og ég grét úr mér augun. Þegar ég vaknaði um morguninn þurfti ég smá stund til að átta mig á því að þetta hefði ekki gerst í alvörunni. Ótrúlega óþægilegt. Ég varð að leita að skýringu og fletti þessu upp þar sem Bjarki kannaðist ekkert við málið. Þar stóð: "Oft er talað um að draumar þar sem mikið er um rifrildi séu af hinu góða, þar sé dreymandinn að fá útrás sem hann fær ekki í vöku. Að rífast í draumi er merkir að þú eigir trausta vini. Sá sem þú rífst við í draumi er þinn tryggasti vinur". En sætt! Las svo meira: "grátur boðar mikla gleði". Húrra fyrir því! Að lokum fletti ég upp draumi sem ég mundi óljóst að ég hefði verið að pakka niður og tíndi ýmislegt til ofan í ferðatösku. Fletti og þar stóð: "Opin ferðataska með einhverjum hlutum er fyrir kærkomnum nýjungum. Fullar ferðatöskur eru mjög gott tákn, þær boða uppfyllingu óska þinna ".
Þannig að nú bíð ég bara eftir fagnaðarfréttum, sviptingum, uppfyllingu óska minna, meðlæti, velgegni og allt hvaðeina, en ef mig dreymir eitthvað sem túlkast illa þá dæmi ég þetta sem kerlingabækur og kukl þegar í stað!
1. maí var annars laus við kröfugöngur að okkar hálfu en þess í stað héldum við í Parc de la Ciutadella, fórum á árabát,nutum góða veðursins og fallega umhverfisins, sáum andapar með 10 andarunga og 2 skjaldbökur, hlupum á eftir krökkunum sem voru dugleg að fara í sitthvora áttina, dilluðum okkur við músik frá síðari heimstyrjöldinni og dáðumst að fólkinu sem virkilega kunni að dansa við hana og fékk mann til að langa að skrá sig á námskeið þegar í stað.
Í þessum skrifuðu orðum barst mér símtal frá Petru vinkonu minni sem tilkynnti mér að hún hafi verið að eignast yndislegan strák..sko draumarnir strax farnir að rætast því þetta kalla ég sko fagnaðarfrétt í lagi.
Hjartans hamingjuóskir og þúsund kossar frá okkur nýbakaða fjölskylda!
6 ummæli:
Það er ekki gott fyrir sjálfstraustið að enginn skrifi neitt!En ég meina þið verðið bara að eiga það við ykkur á meðan ég græt mig í svefn brotin og buguð buhuuuu...en fyrst ætla ég að horfa á spænska hrollvekju!
Þinn að eilífu Kolli
Hehe ég skal skrifa, mér fannst ég eiga í þessu bloggi líka, því mig er alltaf að dreyma einhverja vitleysu og spái síðan mikið í því næsta dag hvað ætli þetta merki en sem betur fer þýða þeir oft ekki neitt annars væri líf mitt ansi spes oft á tíðum! Öfunda ykkur og Fríðu og co að fá sól og hita, okkar tími mun koma hér á klakanum.
Kv. Ábbi
Var að koma heim úr helgafríi í Odense svo ég hef afsökun ;) En hérna kemur mitt kvitt fyrir þessari mjög svo áhugaverðu færslu :D
Mig var alltaf að dreyma e-ð þegar ég var krakki og fékk þ.a.l Stóru Draumaráðningabókina í fermingagjöf. Alltaf fletti ég samviskusamlega upp öllu sem mig dreymdi og aldrei rættist neitt ! Kannski vegna þess að ég var unglingur og ákvað bara hvað draumarnir og þeirra þýðing áttu að boða hehe. Samanber góðar fréttir = ok, hann hlýtur að segja mér í vikunni að hann sé líka skotin í mér ! Sorglegt = einhver að fara að deyja ! Og svo framvegis hehe. Og aldrei sagði bókin mér satt svo hún var bara sett þar sem sólin ekki skín og ég hef bara ekki litið í hana í mörg mörg ár. Held meira segja að hún sé bara ennþá heima hjá mömmu og pabba.
Anywho, sólin komin og hitinn svona að koma, spáir 20 stigum og kannski rétt tæplega og rúmlega alla næstu viku. Það var truflað veður í Odense um helgina, Mikael er orðinn heavy brúnn, krakkarnir voru BARA út alla helgina, frekar næs hjá þeim :D Svo nú er bara að worka tanið og nýta sólina áður en við förum á frónið svo maður geti nú farið á skemmtistaði bæjarins og dillað sér við We sey hey hey hey með öllu hinu tanað fólkinu ;)
kæmpe knus frá Randers :*
p.s Takk fyrir kveðjuna á síðunni okkar. Erum búin að prufa allt sem þú stakst upp á og erum að byrja bara hringinn aftur. Fann reyndar eina konu hérna sem gerir þetta Bowen og fór með Evu í eitt skiptið og hún var alveg brjál, konu greyið mátti ekki koma við hana svo hún bara setti mér fyrir hvað ég ætti að gera. Held bara að hún sé orðin of gömul en samt of ung til að vera í þessu og þessu höfuðbeina og spjaldhryggsdæmi, það var hægt meðan hún var ungabarn og verður kannski hægt þegar hún verður e-ð eldri. En við ætlum að prufa að hitta þessa konu allavega nokkrum sinnum og sjá hvað setur, kannski venst hún þessu. Prufa allt sem er bara í boði, þetta er bara komið á það stig :( Þið hafið nú fengið nasaþefin af þessu greyin mín :(
kæmpe knus aftur, er farin að vekja Magga, hann hefur sofnað inni hjá henni í þetta skiptið híhíhí :*
Já, takk ég ákvað að skrifa sjálfri mér bara því mér fannst svo óþægilegt að sjá 0 komment.. svona núll og nix við svona "furðulegri" færslu en takk fyrir að vorkenna mér ;)
Mæli annars með spænsku hrollvekjunni.
Fjóla ég vona annars að bókin sé ekki enþá geymd þar sem sólin ekki skín hmmm það er skrýtinn staður..og heima hjá mömmu þinni og pabba í þokkabót iiii ;)
Sólin skín allavega hjá okkur og við getum glaðst yfir því vúbbvúbb!
Ég skal líka skrifa svo þú sjáir 5 comments næst þegar þú kíkir. Verð að monta mig af því ég er búin að sjá strákinn hennar Petru og hann er guðdómlegur! Heimtaðu tvær, þrjár myndir af honum og þeim, þetta er sko flott fjölskylda. Kling kling, if you know what I mean.
Sakn & knús úr Stóragerði -Anna & Jónas
Hehe takk Anna mín.
Nú er ég er öll að koma til og raða saman brotunum af sjálfsmynd minni ;)
Ég trúi ekki að ég fái ekki að knúsa litla gullmolann alveg stax og já þú vaktir hjá mér mikla öfund..ég ætla að heimta á bilinu 10-20 myndir í það minnsta..bara svona til að byrja með!
kossar og kling, kling til ykkar
xxx Kolla
Skrifa ummæli