Helgin rann ljúflega.
Ströndin bjargaði okkur frá mesta hitamókinu á laugardeginum. Hitastigið þar var fullkomið, smá gola frá sjónum og sjórinn var alveg mátulegur. Salka skiptist á að fara með okkur heillangt út í (með kúta) og sýndi hvað hún gat. Við höfum annars aldrei þurft að hafa eins lítið fyrir krökkunum og þennan dag á ströndinni. Funi var alveg salírólegur og horfði heillengi á sjóinn eins og í hugleiðslu á milli þess sem hann sat hjá okkur, sofnaði fanginu á mér undir handklæði og hvíldi sig í kerrunni. Hann fékkst svo til að busla aðeins í sjónum sem hann var ekki alveg viss um hvað honum átti að finnast um. Allt í einu var hann orðinn að börnunum sem við sjáum stundum, börnum sem sitja sátt við hlið foreldra eða annara í meira en nokkrar sekúndur, jafnvel heila lautarferð og verðum alltaf jafn hissa. Í þetta skipti var komið að okkur að vekja undrun nærstaddra.
Salka lék sér heilmikið við stelpur sem hún hitti, auk þess sem hún dundaði sér sjálf. Ég gæti vanist svona strandarferðum og megi þær verða fleiri.
Við fengum þá afbragðshugmynd að skella okkur í garð á sunnudeginum. Þurftum að vísu að skipta tvisvar um Metro og ganga dágóðan spöl en við ákváðum að það væri vel þess virði af því að þar átti að vera í boði að fara á hestbak og hægt að skella sér í lestarferð um garðinn. Hljómaði vel og við vorum alveg tilbúin að leggja á okkur smá ferðalag fyrir slíka skemmtun. Þegar við komumst loks á áfangastað í steikjandi hita og eftir að hafa stoppað til að borða nesti og dáðst að allskyns fíneríi á leiðinni...komumst við að því að ég hafði misskilið opnunartíma bæði lestarferðarinnar og hestadæmisins ekki 14-17 heldur 11-14 sem er auðvitað mun líklegara..hef ég ekkert lært,hola siesta koma svo vera með á nótunum. Við fundum okkur samt ýmislegt til dundurs á svæðinu sem var líkara skógi...svona eins og við mundum kalla skóg eða svona kannski eins og Öskjuhlíðin, nema bara öðruvísi?
Um kvöldið voru Bjarki og Salka svo límd yfir úrslitaleiknum og Salka lét spurningunum rigna yfir pabba sinn..."af hverju er hann með blóð, hvernig datt hann,var þessi ekki glaður, af hverju er hann svona á svipinn" ???og fleira í þessum dúr. Þegar pabbinn var uppgefinn af öllu spurningaflóðinu og sagðist ekki vita hvers vegna eitthvað atvik hefði átt sér stað, sagði hún í stríðnistón : "Af hverju veistu það ekki?.."þá fæ ég mér bara góðan og stakan pabba sem hagar sér vel og kann sína lexíu..kannski þýskan pabba". Ég gat ekki stillt mig um að spyrja: "Nú af hverju þýskan pabba"? Hún: "því þá get ég talað við hann þýsku og sagt dojong sem þýðir nei og dojjaja sem þýðir já"! Hvað getur maður sagt..hún hélt samt með Spáni ég lofa!
Eftir leikinn brutust svo út brjáluð fagnaðarlæti þegar spánverjar urðu fótboltachampiones..flugeldum var skotið á loft allt í kring, bílflautur ómuðu, fólk hljóp út á svalir eða út í glugga ,klappaði, hrópaði og eða söng af gleði. Skemmtilegast fannst mér samt að fylgjast með fagnaðarlátum fótboltakappanna sjálfra í sjónvarpinu, þar sem þeir knúskysstu íþróttafréttamanninn sem tók viðtal við þá eftir leikinn og komu svo allir hlaupandi úr búningsklefanum á brókinni og létu freyðivíninu rigna yfir hann og hvorn annan. Það var ekki hægt annað en að hrífast með.
Slagorð spánverjanna í keppninni var "podemos" (við getum það) og það virkaði.
6 ummæli:
ég man þegar ég var í london 2002 og braselíu menn urðu heimsmeistarar og braselíska sendiráðið var hinum megin við hornið. við heyrðum alltaf í fólksfjöldanum þegar brassar skoruðu eða voru nálægt því og svo þegar þeir unnu leikinn þá var skrúðganga í götunni okkar og það var alveg eins og á kjötkveðju hátíð (ímynda ég mér, svona næstum því allavega), ég vissi ekki að það byggju svona margir brassar í london. og við hlupum út á götu og tókum þátt (héldum samt ekki með brössum, minnir mig).
ég elska það þegar maður verður svona hrifnæmur, eins og krakki.
Jahá, það er svo gaman þegar fólk kann að fagna almennilega. Alltaf þegar spánverjar voru að keppa heyrðust fagnaðarlæti út á götu við hvert mark eða marktækifæri..stundum var útsendingin aðeins á undan í sumum húsunum og þá heyrðust fagnaðarlætin áður en við sáum markið.
Þeir leyfa tilfinningunum að flæða frjálst ,svo mikið er víst ;)
oooo ég er farin að dreyma um svona slakar strandferðir Kolla mín, ekki endilega viss um að þær heppnist svona miðað við spenningslevelið hjá sumum hehe, en aldrei að vita :)
yndislegt að lesa bloggið þitt að vanda, og ég hélt predikun og sögustund yfir vinnufélugum mínum í hádeginu um fávitaskap fólks (er þá að vitna í peninginn í bakaríinu söguna ;)
annars er ég glöð að þú kunnir að meta myndirnar hjá Tönju og Mikkaling því ég reyndi sko súpervel að taka svona sumargras og blómamyndir fyrir spanjólakolluna :)
luv Selmundur og co
Ég er alveg viss um að þér tekst að láta draum rætast auðveldlega með fyrirmyndarbörn með í för..nú ef ekki þá er líka rosa skemmtilegt að vera með ærslagang á ströndinni ;)
Takk fyrir að hugsa til mín þegar þú tókst sumarmyndirnar fallegu..stemmningin skilaði sér fullkomlega,fann ilminn af blómum og grasi og heyrði fuglasöng og dirrendííí.
Ást og sakn
hæ, þú mátt endilega reyna að hringja aftur næstu kvöld, var akkúrat á Paul Simon tónleikunum í gær................. Tobbi gaf mér Páfagauk í ammælisgjöf, haha, gamangaman, heyrumst, adó.
Já ég heyrði það ;) Ég ætlaði einmitt að óska þér til hamingju með daginn og ég ætla að reyna það aftur ef ég verð ekki komin með salmonellu...asskotans kjúklingafíflagangur!
Til hamingju með páfagaukinn,það er frábær gjöf!
Hvað ég hlakka til að heyra hann tala og sýna listir..ég ætla að kaupa eitthvað handa honum!
Adios mon amor (múltíkúltí jú sí)
Skrifa ummæli