fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Byssa á bakka
















Þið hafið kanski séð þetta áður.
Þetta er tekið af spjallþræðinum á barnalandi.is. Þetta byrjar þannig að kona af barnalandi biður um hjálp við að skrifa orðið "virðingarfyllst" á ensku, en hún er semsagt að skrifa bréf.
Konan sem er hjálparþurfi skrifar:
"Hvernig segir maður "kær kveðja" ...... á ensku sorrý er ekki klár í henni og er að senda út til uk vegna gallaða dótsins
"Hún fær svör,þakkar fyrir sig og skrifar:
'" Ókei takk æðislega ég er geggjað slöpp í ensku sérstaklega að skrifa hana getiði sagt mér án þess að drulla yfir mig hvort að það sé hægt að skilja eitthvað af þessu bréfi hehe
Svo lætur hún bréfið fylgja með:

Hello i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray
I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorerand this toy are maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and thebig one I think in Iceland but I am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????What can I do??Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????
I hope you can anther stand what I am writing And thank you
Respectfully .XXXXX
Einum notenda á barnalandi.is finnst þetta greinilega ótrúlega fyndið og ákveður að þýða bréfið hennar beint yfir á íslensku !

'Halló,
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka.
Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóralandkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta betur?????
Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa.

Ég rakst á þetta á netinu í gærkvöldið og ég hló svo mikið að tárin láku og ég pissaði næstum í mig! Las þetta nokkrum sinnum og hló bara meira í hvert skiptið. Ég veit ekki hvort það er útlegðin,svefngalsi, svefnleysi eða hvað en ég hlæ í hvert skipti sem ég hugsa um þetta. Svona til að vera alveg viss um að þetta væri fyndið las ég þetta einu sinni en áður en ég fór að sofa og vitið menn..pissaði í mig...eða svona næstum því og grenjaði aftur af gleði. Ég vakti Bjarka svo þegar ég kom hlæjandi inn í rúm, röflandi um byssu á bakka og þjónustustúlku í Kína.

En þú, komu tár?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe ég man eftir að hafa fengið þetta einhvern tímann í tölvupósti, þetta er geeeðveikt fyndið. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar. Lára kom með gjöfina frá ykkur í gær, takk fyrir okkur, hlakka til að klæða lillu í þetta fallega dress, sagði einmitt við Bjarna þegar ég var að fara að opna pakkann að þetta væri sko pottþétt eitthvað fallegt ;-) Lofa að senda þér mynd þegar hún passar í þetta. Kv. Ábba og co

Nafnlaus sagði...

halló halló.. já minns hló að þessu, pissaði þó ekki í sig því ég hef séð þetta áður.
En sammmála fyrri ræðumanni, þetta blogg er snilldin ein.
Og jújú þetta með pakkana hafðist á endanum en ég er búin að gleyma að sækja þá allt of lengi. Ég á þó eftir að fara í heimsókn í Vesturbæinn en það verður vonandi á morgun.
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega alveg hrikalega fyndið ! Man eftir að hafa fengið þetta í pósti einhver tíman. Svo kom þetta líka í Kastljósi eða einhverjum þannig þætti einhver tíman. Konugreyið, hún reyndi þó :D
Ætli bréfið mitt yrði ekki svona ef ég þyrfti að skrifa það á dönsku :D Nei, kannski ekki svona hræðilegt ! Ein vinkona mín skrifaði eitt sinn bréf á ensku og skrifaði þessa skemmtilegu settningu : The girls shit and talk ! :D Ótrúlega ánægð með stelpurnar sínar sem skitu og spjölluðu saman á meðan :D Svo skrifaði hún líka : I´d rather stay homo in bed ! Ekki home ind bed, nei homo in bed :D Ótrúlega fyndin þessi seinheppna vinkona mín :D
kv. frá okkur öllum.

Augnablik sagði...

Vei Ábba gott að þið fenguð pakkann...þegar ég var búin að senda hann fann ég strax meira sem mig langaði að gefa og meira og meira, ræð ekki við mig!..drífa sig bara að skíra,ég er svo spennt og þá kemur líka meiri glaðningur;)

Lára takk fyrir pakkastússið og takk fyrir að pissa ekki í þig hehe

Fjóla þessi vinkona virðist vera algjört met og alveg hrikalega fyndin er þessi "vinkona" nokkuð þú? Nei djók ;)

p.s. ég vissi að ég væri seinust með grínið..svona er að vera tæknitreg en ég er öll að koma til

Arna Ösp Guðbrandsdóttir sagði...

Hahaha! Ég er að sjá þetta í fyrsta skipti og vá ég hló mig alveg vota.. í framan samt bara :)

Er búin að vera frá neti í dálítinn tíma svo ég tók mér nokkrar mínútur í að fara aftur í tímann og náði að hlægja líka að mörgu þar :D úff - hvað það er gott!

Við erum á leið til Mexíkó og Californiu á mánudaginn og ætlum að ævintýrast í nokkra mánuði (jei).
Eftir allt brjálæðið við að flytja út úr íbúðinni og skipuleggja ævintýrið verður tölvið tekið upp aftur pínulítið og við sendum eina og eina kveðju úr ferðalaginu.

Vonandi sjáum við ykkur svo á árinu - einhversstaðar ;)

ástarkveðjur,
arna

Augnablik sagði...

Vá Arna hvað ævintýrið hljómar spennó!!Ég sendi þér kanski póst og fæ að forvitnast meira ;)

Kossar og góðar ferðakveðjur frá okkur xxx