laugardagur, 9. ágúst 2008

Afturábak








Þegar ég var unglingur las ég Moggann alltaf afturábak af því þá var ég fljótari að komast að fólki í fréttum og teiknimyndasögunum.

Í seinni tíð hef ég komist að því að ég geri þetta ennþá..ekki moggann en greinar eða eitthvað sem ég er ekki alveg viss um að ég nenni að lesa. Þá byrja ég aftast eða stundum í miðri grein og les afturábak og svo enda ég oftast á að byrja á byrjuninni og lesa allann textann aftur. Annað sem ég stend mig að aftur og aftur er að lesa fyrirsagnir vitlaust. Eftir Verslunarmannahelgi var Bjarki að lesa eitthvað á Dv.is og ég leit yfir öxlina á honum og las.."Fékk flösu í höfuðið".. ert ekki að djóka sagði ég hlæjandi "hvurslags frétt er þetta eiginlega" svo ætlaði ég að fara segja eitthvað meira þegar Bjarki greip fram í fyrir mér glottandi..Ööö Kolla og ég fattaði um leið hvað klukkan sló og dó úr hlátri. Mér til varnar þá eru fréttirnar með svo fáranlegum fyrirsögnum upp á síðkastið að ég trúði þessu alveg og átti jafnvel von á að það stæði:-myndir fyrir aftan.
Ég held ég sé með athyglisbrest.

Annað spes:Bjarki var að útbúa hafragraut einn morgun fyrir nokkrum dögum (engar áhyggjur ég kann alveg að gera hafragraut líka). Allt í einu kallar hann á mig og ég skynjaði í röddinni að það gæti hugsanlega eitthvað verið að..af því að ég er með sjálfvirkan raddgreini í heilanum, ég veit ótrúlega næm;). Ég kíkti inn í eldhús og sá hann horfa rannsakandi ofan í pottinn. "Komdu og sjáðu" sagði hann og sýndi mér grautarskeiðina. Ég þurfti ekki að rýna lengi til að sjá PÖDDU á skeiðinni og aðra í grautnum og svo aðra og aðra, já og aðra og aðra. "Uuu, hvað er í gangi"? var það eina sem mér datt í hug að segja. "Þetta er bara svo lífrænt mjöl sagði hann...ég fann eina um daginn líka en er þetta ekki soldið mikið"? "Júúúú þetta er SOLDIÐ mikið" sagði ég um leið og mér var hugsað til pöddugrautsins sem við höfðum borðað morguninn áður,tuff. En ég meina hann var lífrænn svo það hlýtur að koma út á það sama. Engar áhyggjur gestir þetta er ekki sami grauturinn og þið fenguð að borða,við geymdum pöddugrautinn alveg spes;)

Við erum annars í óðaönn að pakka öllu draslinu okkar niður og reyna að koma íbúðinni í sama horf og þegar við tókum við henni..m.a. reyna að muna hvar allar misljótu myndirnar og kertastjakarnir héngu og við földum inn í skápum. Það er einhvernveginn allt í rúst og út um allt og ég nenni ekki að stíga ofan á smádót og föt í öðruhverju skrefi þegar ég arka um íbúðina og pakka óskipulega niður úr hillum og skápum en ég er heldur ekki að nenna að taka þetta drasl upp.... Er eitthvað þema hérna? Mamma yrði ekki ánægð með mig. Það er óneitanlega skemmtilegra að koma sér fyrir og gera fínt heldur en að pakka öllu niður aftur.Við erum samt nokkurnvegin búin að pakka öllu nema því allra nauðsynlegasta og hvað ég verð fegin þegar við verðum búin að alveg öllu .

Í morgun setti Bjarki fullan kassa af dóti sem við ætlum ekki að taka með okkur, út við gám og vá hvað einhver hefur orðið glaður! Ég var búin að vanda mig við að raða öllu fallega svo sá heppni upplifði sig ennþá heppnari þegar hann sæi glitta í jólaskrautið okkar og annað fínt. Á morgun setjum við meira svona til að dreifa glaðningunum á fleiri heppna.

Við Salka höfum meðal annars verið að hlusta og horfa á þetta í dag og líka öll hin lögin með henni.
Gleður mann svo mjög ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég nú glöð að heyra að við vorum ekki að fá okkur pöddugraut í morgunmat... en váá... frekar súrt að sjá fullt af þeim í grautnum sínum!!!

Gott að heyra að ykkur gangi vel að pakka niður dótinu ykkar... þetta er alltaf frekar leiðinlegt en gott þegar það er búið, þá er maður búinn að losa sig við slatta af óþarfa dóti.

Hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið

kv. Margrét & co.

Nafnlaus sagði...

Hehe það var frekar súrt að sjá þær svamla í pottinum.
Fjúff já hvað ég hlakka til að vera búin að gera allt klárt og bara komin alla leið heim því ferðalagið sjálft getur stundum verið frekar sveitt..krossa fingur og vona það besta(já Funi ég er að tala um þig;)

Okkur hlakkar líka mikið,mikið til!

Nafnlaus sagði...

Hey.. Minns les öll dagblöd enntá afturábak og hef gert alla tid.. Eins er ég mikid i tvi ad lesa margar greinar i einu.. Kv. Láus