föstudagur, 15. ágúst 2008

Blaah...




















































































Í dag fórum við líklega í síðasta skiptið á ströndina fyrir heimferð.

Mér fannst allt eitthvað extra fínt á ströndinni í dag..kannski af því að ég vissi að ég er ekkert á leiðinni þangað aftur í bráð. Sjórinn rétt svo gáraðist í smá golu og sandurinn sem þyrlaðist upp af botninum þegar við óðum út í var eins og glimmer. Ég ætla ekki að lýsa því frekar en þetta var einn af þessum dögum sem ég veit ég á eftir að muna lengi, þó ekki væri nema fyrir þá staðreynd að ég náði að liggja aðeins í sólbaði...nei djók!

Á leiðinni heim í lestinni sagði Salka mér að hún væri ofurhetja. "Nú hvernig krafta ertu með?" spurði ég. Ég var búin að segja þér það..auðvitað hlaupa hratt og fara í handarhlaup (já döh,hvernig spyr ég). Hún er líka búin að sýna mér hvernig ofurhetjur eru á svipinn þegar þær bjarga fólki og hvernig þær hreyfa sig. Svo talaði hún mikið um hvernig hún ætlaði að bjarga hinum og þessum í fjölskyldunni og mér fannst ég svo örugg. Þegar við vorum komin á lestarstöðina okkar beið hún þar til við vorum komin út. Ég leit til baka og ætlaði að fara að kalla á hana þegar hún tók tilhlaup,stökk svo út úr lestinni með tilþrifum og lenti auðvitað eins og ofurhetja! Já hún kann að lifa sig inn í hlutverk. Í síðustu viku var hún harðákveðin í því að hana langaði að vera úlfur til að geta spangólað svona eins og alvöru úlfur og bara gert úlfalega hluti. Ætlaði meira að segja að fara á Þingvelli og óska sér að hún breyttist í alvöru úlf. Hún man mjög sterkt eftir því þegar hún fór á Þingvelli og henti pening í gjánna og óskaði sér að hún myndi stækka og notaði hinn peninginn til að óska sér að Funi stækkaði. Báðar óskir hafa núþegar ræst.Eftir á sá hún smá eftir því að hafa ekki óskað sér hund.
Þingvellir eru hinn eini sanni óskastaður.

Í dag hófst vikulöng hátíð í Gracia (hverfið okkar).Kíktum aðeins út í kvöld og urðum ekki fyrir vonbrigðum með það sem fyrir augu bar..lifandi tónlist út um allt, útibarir og göturnar skreyttar eins og í ævintýralandi. Ég held ég geti ekkert verið að lýsa þessu með orðum..bý bara til sér albúm með myndum;) Í fyrra þegar við komum hingað í íbúðarleit og skemmtiferð, var þessi hátíð einmitt í gangi. Við vorum svo yfir okkur hrifin að við pöntuðum flugmiða heim með það í huga að ná nokkrum dögum af hátíðinni.

Góð ákvörðun það.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er einmitt svona vika líka hérna í Randers, einhver hátíðarvika en það er ekkert ævintýralegt við hana, engar skemmtilegar skreytingar, jú, útibarir reyndar, og eitt risastórt hvítt tjald sem einn skemmtistaðurinn er með hérna og það er bara útipöbb sem þarf að borga inn í og frá þessu tjaldi hljómar bara teknómúsik sem danir eru svo yfir sig hrifnir af. Eina sem er í boði fyrir börnin er hoppulandið sem við erum búin að fara tvisvar í en það kostar 1000 kall fyrir börn í hvert skipti ! Gæti orðið dýr vika fyrir okkur ef við færum með börnin á hverjum degi :D

En það er opið til 13. september í garðinu svo þið bara drífið ykkur út fyrir þann tíma ;) Annars er líka opið í Legolandi þanga til í október. Annars fannst mér bara ekkert varið í Legoland miða við þennan garð, hann var bara æði ! Afþreying fyrir alla aldushópa. Við vorum komin þarna um hálf 11 og vorum til lokunnar eða til klukkan 18 ! Bara æðislegt ! Sé Sölku og Mikael alveg í anda að deyja úr spennu og hlaupa saman á milli tækja :D Reyndar voru geitungarnir að gera okkur lífið mjög leitt, allt bara morandi í þessum kvikindum :(

En já, nóg komið :D
ást og friður verið með yður :*

Nafnlaus sagði...

Vá en fallegt og örugglega geggjað að upplifa svona litríka hátíð, þið heppin!!!

Mér finnst Salka sniðug að búa til sína eigin ofurhetju... Gabríel er meira svona tilbúin ofurhetja... ja svona eins og Batman, Incredibles og fleiri þess háttar og já svo auðvitað að sjálfsögðu Jack Sparrow (ekki má gleyma honum).

Ég vorkenndi þér pínu þegar ég var farin heim og uppgötvaði að þú værir ekki með neinn hárblásara... en svona er þetta og aðeins örfáir dagar í blásarann og þú náttlega glæsileg þó þú blásir það ekki ;-)

Já, dísus... við gleymdum alveg sjálfsmyndunum... bætum úr því þegar þið komið heim... en við tókum náttlega fínu einstaklingsmyndirnar úti á svölum en þær eiga kannski ekki heima á netinu...hehehe

Sjáumst fljótt og gangi ykkur vel!!!

kv. Margrét

Augnablik sagði...

Hehe hvítt teknótjald..það er nú alveg ekta þið;)
Þessi garður hljómar ótrúlega spennandi,áttu nokkuð myndir af honum?..iii djók;D
Úff ég vona að íslensku geitungarnir séu dauðir..hér eru bara moskító sem vilja mig ekki,nema þegar þær rugluðust einu sinni.

Gabríel er náttúrulega ofurhetja af lífi og sál, já og Jack Sparrow ;)Salka er svona að fatta þetta ofurhetjudæmi og mixar þetta bara einhvernvegin eftir sínu eigin höfði.

Ég var búin að vera án hárblásarans ansi lengi áður en þú bjargaðir mér..það hafa örugglega allir vorkennt mér skelfilega ;)

Ha,ha ég held þú hafir gleymt að fletta 2008 myndasíðunni..það eru sko 2 síður og dugðu ekki færri en 4 albúm úr heimsókninni!Einstaklingsmyndir úti á svölum eru þeirra á meðal..allt á netinu,sei,sei já:D

Sjáumst fyrr en síðar,adios í bili!

Nafnlaus sagði...

úps...! það er svona þegar fattarinn er ekki alveg í lagi... búin að sjá þetta... mikið erum við falleg á þessum myndum... já svei mér þá...

Alltaf gaman að eiga svona myndir... við vorum að kafna úr hlátri þegar við skoðuðum þetta ;-)

Grettukveðjur úr Laugalindinni

Augnablik sagði...

Hehe hvurslags er þetta..hélstu að ég væri baraa alveeg!!1 albúm er ekkert nóg;)Skemmtó var það svoo sannarlega.

Hlakka til að endurtaka leikinn..alla leikina ;D