fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Hvar er inniröddin?!





























































































































Við áttum alltaf eftir að fara í sædýrasafnið öll saman.

Salka hafði fengið að fljóta með góðhjörtuðu frændfólki sínu fyrir nokkru síðan en aldrei með okkur. Í dag ákváðum við að bæta úr því , sérstaklega þar sem ég sá einhverntíman að slagorð sædýrasafnsins var: "Ef þú hefur ekki komið í sædýrasafnið,þá hefurðu ekki komið til Barcelona"...mér finnst þetta eiginlega hljóma eins og hótun. "Ef þú gerir ekki eins og ég segi þá ertu ekki boðin í afmælið mitt"!
Jæja, þetta virkaði allavegana á mig. Frekar vandræðalegt að koma heim og einhver spyr: Hvaðan varstu að koma? og ég alveg: nú ,Baxelona og hann alveg já okei,fórstu í sædýrasafnið? Ég: "ööö nei" og hann alveg:"núúú, þá hefuru ekkert komið til Barcelona"! Og þá og ekki fyrr en þá, uppgötva ég að slagorðið var sannleikurinn. Ég læt ekkert fara svona með mig.

Það er alltaf gaman að horfa á allskyns litríka,litla ,stóra og fyndna fiska svamla um í skrautlegu umhverfi.
Ég held samt að engum hafi þótt það eins spennandi og Funa. Engum á öllu sædýrasafninu!Ef einhverjum fannst þetta merkilegra en honum þá var sá hinn sami ekki að láta það nógu sterkt í ljós.
Þetta byrjaði fyrir utan safnið þegar Funi kom auga á Nemobangsa,boli og blýanta í sýningarglugga og drengurinn ætlaði hreinlega að missa vitið!Við þurftum að skiptast á að standa í röðinni því það þurfti alltaf einhver að taka að sér að vera teymdur að glugganum og hlusta á drenginn hrópa uppyfir sig af gleði í hvert skiptið sem hann taldi upp fyrir okkur hvað var að sjá í glugganum . Hann var svo ofurspenntur og hátt uppi að röddin var orðin hálfskræk.
Ekki var gleðin minni þegar inn á safnið kom.Þá æpti hann en meira og hljóp að búrunum þar sem hann stillti sér fremst og hrópaði svo á okkur öll til skiptis...mamma,mamma, pabbi,pabbi, Sakka,Sakka!!! (Hann gefst aldrei upp og hættir ekki fyrr en hann fær viðbrögð,helst mjög sterk viðbrögð) Sjáu og svo setti hann kannski puttann að fiskunum og lék með miklum tilþrifum að þeir væru að bíta hann í puttann..Á, á,á bíta og datt svo í gólfið.

Í minningunni finnst mér ekki hafa heyrst í neinum nema honum..hinir hafa tvímælalaust verið að nota inniröddina. Iss piss innirödd,hvað er nú það?
Eitthvað sem þú lærir að nota á leikskólanum...vonandi.

Hann skemmti sér í það minnsta konunglega ;)

P.s. Nýjar myndir

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

veiii ný færsla, nú get ég loks farið að sofa :)
er búín að kíkja reglulega í kvöld og ýta á refresh í þeirri von að sjá nýtt blogg frá Kolla sínum.
Og viti menn, ég fann þetta greinilega á mér að skrifin væru í pípunum hehe.

Já ég heyri næstum í honum Funa litla og fiskagleðinni. Á einn svona svipað hrifnæman sem á það til að soga alla athyglina að sér með uhhhm ýmsum tilþrifum ;)

Það er gott að þið getið "loksins" skilið við Barcelona eins og heiðursmenn, fyrst að búið er að setja kross við Sædýrasafnið :)

knúsar
Selmundur

Nafnlaus sagði...

úff ég get varla beðið eftir að fá að sjá ykkur!!! flýtið ykkur heim, núna!

Nafnlaus sagði...

Mér þykir þú næmur Selurinn minn;)
Já hann sogar sko að sér athyglina drengurinn svo mikið er víst...hlakka
til að hitta annann svoleiðis og gaman að sjá hvað þeim félögum finnst um það.

Við erum að koma Tóta bara aaalveg á leiðinni og ég get vart beðið!!

Hlakkihlakkihlakk já,já og flugkossar

Nafnlaus sagði...

Æðislegar myndir, gaman að rifja upp ferðina þegar maður skoðar myndirnar þínar :-)

Alexandra hefur verið mikið í pappírsbátunum, hún og vinkona hennar fóru fyrir utan búðina um daginn og reyndu að selja þá, græddu 180 krónur... ekki slæmt!

Hlakka til að sjá ykkur og sýna ykkur minn dökka haus... jamm alveg satt ég er komin með dökkt hár, massa breyting á kellu... Finna fannst hann vera kominn með nýja konu á heimilið... heheh

kv. Margrét

Nafnlaus sagði...

Já en fannst þér ekki soldið vanta myndir af okkur þegar við vorum búnar að gera okkur svo fínar kvöld eftir kvöld og ég meira að segja farinn að nota hárblásara!Gleymdum alveg að taka sjálfsmyndaþema á þetta..sem betur fer myndu sumir segja;)
Góð Alexandra að láta viðskiptahugmyndina rætast..þetta er sko bara byrjunin.
Ég er ótrúlega spennt að sjá þessa nýju konu sem þú talar um..ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé það með eigin augum...vúbb,vúbb spennóó!

Nafnlaus sagði...

Oh hvað ég var glöð að fá loksins að eyða hérna smá svona quality time yfir nýjum myndum :D Alltaf svo gaman að skoða myndir af ykkur fallegu fjölskyldunni að gera skemmtilega hluti.
Ég einmitt sparkaði í vegg í dag, vorum ný komin í Djurs Sommerland sem er frábær skemmtigarður hérna rétt hjá okkur og myndavélin varð batterýslaus við innganginn !!!!! grrrrr...... Skil bara ekki hvers vegna þessar vélar gera manni svona vondan grikk. En, við áttum unaðslegan og yndislegan dag þar þrátt fyrir að það hafi ekki náðst á filmu.

Þetta frí ykkar á Andorra hefur bara verið draumi líkast. Hvílík náttúrufegurð og ekki má gleyma fólksfegur ;)

Sé það líka að ég þarf alveg að læra að gera svona fallega pappírsbáta og láta Mikael fara og selja þá fyrir salti í grautinn á meðan gengið er að taka mann svona hrikalega í ...... þó ekki sé nú meira sagt !

Góða restarpökkun og góða flutingar og góða heimferð. Bannað að hætta að setja inn myndir fyrir svona fólk í útölndum þó svo þið séuð komin aftur heim á frón.

knus og kram, Fjúl and the cool (gang)

Augnablik sagði...

Ég skal trúa því að skemmtigarðurinn hafi gert stormandi lukku..kíkjum kannski í hann þegar við kíkjum við..tja nema þetta sé bara á sumrin..uuu eins og nafnið segir reyndar til um;)

Já það er svo óþolandi þegar batteríið klárast á ögurstundu..það hefur komið fyrir aðeins og oft.Annars var helsta vandamálið mitt að ég gat ekki tæmt nema hluta af myndunum inn á tölvuna af því að tölvan er full af, nema hvað..myndum sem ég þarf að grisja (og nenni stundum ekki). Ég þurfti þess vegna að eyða myndum beint af myndavélinni til að geta tekið fleiri strax og einhvernveginn tókst mér að eyða nokkrum svo fínum sem ég var ekki búin að setja inn.Ég man meira að segja hvaða myndir það voru.Tæknin er stundum óvinur minn en oftast alveg ágæt.Kannski var hún bara að segja mér að nú væri nóg komið af þessu myndarugli!

Mæli hiklaust með Andorra.

Mæli líka með pappírsbátagerð ;)

Ég hætti ekkert að setja inn myndir þó tæknin reyni að stoppa mig af.

Vá hvað þetta er langt!

Bæjó í bili