fimmtudagur, 7. ágúst 2008

Góð ráð en ekki dýr





































Ég keypti mér tvær bækur um daginn.

"60's og 70's fashion-vintage fashion and beauty ads" sem innihalda auglýsingar frá því tímabili. Svona á að gera auglýsingar segi ég. Það er alveg hægt að gleyma sér í litadýrðinni og fegurðinni, svo ekki sé minnst á textana sem gera vöruna enþá söluvænlegri..namm allt svo mikið augnakonfekt. Ég meina slagorð Jesus jeans eins og nafnið sé ekki nóg "thou shalt not have any other jeans but me"... hafa örrugglega mokselst í suðurríkjunum og víðar.

Ég rakst svo á eitt ofsa fínt ráð í 70's bókinni. Þetta var sítrónuauglýsing og er hér lauslega þýdd: "Þegar amma þín var ung voru þurrir og grófir olnbogar miður falleg sjón á fallegri stúlku. Það eru þeir en. En það sem amma vissi ekki er að sama fegrunarráðið sem hún notaði til að fá hár sitt til að glansa, virkar líka á olnbogana. Það er hressilega ilmandi sítrónan sjálf. Frískandi. Árangursrík. Og full af góðum efnum sem koma frá jörðinni, ekki tilraunastofu. Prófið ferska sítrónuskrúbbið okkar og þið vitið um hvað við erum að tala. Skerið bara ferska Sunkist sítrónu í tvennt og stingið sitthvorum olnboganum ofan í helmingana í nokkrar mínútur á meðan þú lest eða horfir á sjónvarpið. Náttúrulegur safinn mun hjálpa til við að mýkja þurra og grófa húðina..gerir það auðveldara að skrúbba hana burt. Olnbogarnir verða silkimjúkir.
Hið eina sanna sítrónuskrúbb í næstu matvöruverslun. Sunkist.

Ég gat ekki annað en prófað og olnbogarnir hafa sjaldan verið mýkri svei mér þá!

Annað húðráð sem ég las líka í bók (er ég ekki gáfuð hef allan minn fróðleik úr bókum).
Það er semsagt að blanda saman 1 msk. af salti, 2 msk. af ólífuolíu og 1 msk. af hunangi (helst seigfljótandi og ekki of þunnt) olían og hunangið gefur húðinni raka. Blanda þessu öllu saman í litla skál og hræra í mauk. Það var líka stungið upp á því að blanda 1-2 dropum af ilmolíu (sem ég átti ekki), til dæmis virkar fenníku eða piparmyntuolía örvandi til hreinsunar og bæta meltinguna (þessi fróðleikur er fengin úr bókinni en ekki mér persónulega ;). Ég uppgötvaði reyndar að klukkan var orðin 3 eftir miðnætti þegar hér var komið en ég var byrjuð og þá var ekki aftur snúið. Ahh nóttin notarlega. Síðan átti maður að láta renna í þægilega heitt bað og liggja þar í 10 mínútur til að leyfa húðinni að mýkjast. Svo berðu blönduna á útlimi með þéttum , mjúkum hreyfingum. Gefðu sérstakan gaum að fótum, hnjám og olnbogum því þar er helst að finna harða húð..iii eins og ég sé ekki búin að setja sítrónu á það allt saman. Síðan læturu blönduna skolast burt í baðvatninu og þar með dauðar húðflögur. Loks þurrkarðu þér vandlega og berð venjulegt rakakrem á allan líkamann. Ég tímdi reyndar ekkert að bera rakakrem yfir fíneríið því þegar ég steig upp úr baðinu var ég eins og úr Destinys child, húðin var svo glansandi fín og ég svo endurnærð!

Ég mæli með því að allir prófi þetta því nú eru góð ráð ekki dýr!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh, ég elska svona heimatilbúnar snyrtivörur, ég skrifaði sko lokaritgerðina mína í skólanum um alls konar svona. Notkun jurta og alls kyns heimamuna til fegrunnar :D Keypti mér meira segja bók með alls konar svona "uppskriftum" úr því sem maður á í skápunum heima hjá sér.
Ég skemmti mér alveg konungar við að skrifa þessa ritgerð og prufa hina og þessa kokteila fyrir líkamann, bara gaman og unaðslegt. Og manni líður einmitt eins og Hollywoodstjörnu á eftir. Verst bara hvað maður er óduglegur við að gera e-ð svona alltaf, þetta kemur í hollum og síðan ekki söguna meir þanga til næsta holla tekur við.
Það er kannski bara sniðugt að gera þetta eins og þú, bara á nóttinni, nægur tími og engin til að trufla mann í fegrunnaraðgerðum á kroppi sínum. Makinn getur svo bara beðið spenntur eftir því hvaða Hollywoodstjarna komi upp úr baðinu hverju sinni ;)

Nafnlaus sagði...

Vá það hlýtur að hafa verið gaman að skrifa þá lokaritgerð ;) Ég dýrka svona heimagerð fegrunarráð og húsráð. Eina vitið er að framkvæma þetta þegar allir sofa. Þá losnaru líka við allar afhverju spurningarnar frá rassálfunum sem sætta sig sko ekki við af því bara sei,sei nei ;) Þyrfti nú að fá mér þessa bók sem þú talar um.

Hunangskossar

Nafnlaus sagði...

Vá.. maður gleymir sér í smá stund og þá eru bara komnar margar færslur sem maður á eftir að lesa.. amk tvær langar..
Er orðin up to deit núna þannig ég fer róleg að sofa.. Alltaf klassískt að lesa bloggið þitt..
Kvöldknús og kossar
kv.lvk

Nafnlaus sagði...

Já það má ekki snúa sér í hálfhring þessa dagana..kabúmm ný færsla!
Þú verður í alvöru að prófa þessi ráð, þá fyrst ferðu róleg að sofa;)

Takk fyrir að lesa og skrifa blómið mitt ég kann að meta það.

Hlakki,hlakk og koss á kinn xxx

Bryndís Ýr sagði...

Hæ Kolla mín og öll fjölskyldan. Voða verður gaman að sjá ykkur þegar þið komið heim, þá verðum við stelpurnar að hittast og þú getur verið með myndashow og sögustund... annars búin að vera svo dugleg að skrifa og hlaða niður myndum... þvílíkt sem maður hefur haft gaman að.

Við familían erum í Þýskalandi þessa stundina, í fríi... svo á heimleið aftur. Graz/Austurríki bíður betri tíma... ýmislegt annað á döfinni hjá okkur sem þarf að sinna :). Heyrumst þegar þið komið heim.

Knús Bryndís

Augnablik sagði...

Já það verður sko frábært að hittast en ég efast nú um myndasjóið og sögustundina..ætli það sé nú ekki nóg samt. Ég ætla frekar að reyna að hlusta á fréttir af ykkur hinum og það væri auðvitað fínt ef þið kæmuð með myndir líka;)

Hafið það yndislegt í Þýskalandinu og ég bíð spennt eftir að heyra alla sólarsöguna.

Þangað til sendi ég hlýjar huxanir og kossa nema hvað xxx