sunnudagur, 10. ágúst 2008

Það er eins og gerst hafi í gær....











































































Fyrir 5 árum síðan fæddist oggulítil stelpa.

Ég man það eins og gerst hafi í gær...nema það var fyrir 5 árum ;)

Í tilefni af því héldum við smá veislu og gerðum svo allt sem 5 ára finnst skemmtilegt.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta hefur verið frábær dagur. Salka hefur lært ýmislegt á þessum fimm árum og veit alveg hvað hún vill. Verð líka að segja Kolfinnur að þú ert snillingur í að ná stemningunni á mynd. Þessi myndasyrpa er fullkomin fegurð.

Það var æðislegt að vera með ykkur í afmælinu í smá stund. Og svo verður bara meira og meira afmæli. Húrra fyrir því!

Nafnlaus sagði...

Oh, hvílíkur prinsessudagur enda er þessi snót ykkar ekkert annað en falleg prinsessa. Innilega til hamingju með hana og öll 5 árin sem þið hafið átt hana. Skil bara ekkert í þessu hvað börnin okkar eldast hratt en við alltaf jafn ung, eða þú allavega Kolla mín hehe. Við hin erum kannski ekki jafn ungleg og þú haha :D
Ótrúlega fallegar myndir af henni og þeim systkinum. Njótið nú bara lífsis og þessa stutta tíma sem þið eigið eftir í draumalandinu og pakkið bara niður á nóttinni hehe :D

I dag(går) er(var) det Salkas fødselsdag!
Hurra! Hurra! Hurra!
hun sikkert sig en gave får
som hun har ønsket sig i år
og dejlig chokolade med kage til.
Hurra ! Hurra ! Hurra !

Afmælisknús, kossar og hlýja frá öllum á Verdisvej :*

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elskulega Salka okkar með 5 ára afmælið þitt. Alexandra og Gabríel senda sínar bestu afmæliskveðjur til þín. Gabríel hélt einmitt upp á 5 ára afmælið sitt með pomt og prakt 6. ágúst sl. og mikið var nú gaman, hann þvílíkt spenntur, fór meira að segja og keypti sér afmælisföt (mátaði og allt sem er nú alveg nýtt hjá honum)... og var ofsalega ánægður með gjafir, kökur og gesti!!!... vantaði bara ykkur...

Njótið lífisns kv. Margrét

Nafnlaus sagði...

váaaaa Kolla.. ég fekk bara gæsahúð að skoða þessa færslu.. þessar myndir náðu alveg innst að hjartarótum. Þu ert ljósmyndari af guðs náð.
Innilega til hamingju með fallegu blómarósina ykkar.. ótrúlegt hvað þetta líður hratt og hún sé orðin 5ára sætabrauð.
Hlakka endalaust til að fá ykkur heim
Kossar og knús :*
Harpa og familí

Nafnlaus sagði...

váaaaa Kolla.. ég fekk bara gæsahúð að skoða þessa færslu.. þessar myndir náðu alveg innst að hjartarótum. Þu ert ljósmyndari af guðs náð.
Innilega til hamingju með fallegu blómarósina ykkar.. ótrúlegt hvað þetta líður hratt og hún sé orðin 5ára sætabrauð.
Hlakka endalaust til að fá ykkur heim
Kossar og knús :*
Harpa og familí

Nafnlaus sagði...

Þúsund þakkir fyrir hönd afmælisbarnsins og okkar allra.

Já þetta var algjörlega frábær dagur og við vorum öll alveg örmagna eftir gleðina og húllumhæið,ég ætlaði að skrifa eitthvað stórkostlegt um afmælisbarnið en varð að láta myndirnar duga að sinni;)
Það var fallegt af ykkur að kíkja við og syngja svona fínt,okkur fannst mjög gaman að sjá ykkur aðeins og það gerir okkur enn spenntari að hitta ykkur í raunheimum ;)

Dagurinn hefur aldrei verið eins bleikur enda ekki mjög langt síðan afmælisbarnið eelskaði bláan og vildi vera í buxum á jólunum.Hún veit sko alveg hvað hún vill.Ætlar að verða smiður til að geta smíðað hús handa hestinum sínum sem hún er að safna sér fyrir og líka til að byggja annað handa okkur;) já og í gær sagðist hún reyndar ætla að verða lögga líka. Eitt er víst að ef hún yrði einhverju sinni alvöru prinsessa myndi hún sko ekki sitja auðum höndum við að vera bara sæt ;)
Við pökkum á nóttunni það er ekki spurning og skemmtilegur danski afmælissöngtextinn!

Innilegar hamingjúóskir til Gabríels á móti..ég er spennt að sjá afmælisfötin ;)

Takk fyrir myndahrós, það hlýjar mér um hjartarætur og talandi um myndir þá er fullt af þeim á leiðinni inn á myndasíðuna í kvöld,alveg satt. Greinilegt að ég er að reyna að gera allt annað en að taka til;)

Hlakka meira en orð fá lýst að hitta sjá og hitta ykkur allar!
Þúsund kossarxxxxxxxx

Ása Ottesen sagði...

Elsku besta Kolla gull. Til hamingju með hana Sölku sem er svo góð, falleg og klár eins og mamma sín. Vá hvað allt er fljótt að líða...úff púff.!! Takk fyrir öll fallegu commentin á blogginu mínu. Get ekki beðið eftir að knúsa þig og sötra með þér hvítvín eða ilmandi latte :)

Love og kossar til ykkar allra

Nafnlaus sagði...

Kæru vinir. Innilega til hamingju med sætu sætu stelpuna. Alveg flottasta afmælisbarnid og yndislegar myndir. Ég mundi alveg eftir henni i gær en lét hugskeytid duga.. Nu bæti ég um betur og segi kyss og knus.
kvedja ur Laufásnum

Nafnlaus sagði...

Takk góðu stelpur ;)

Við skulum í það minnsta byrja á hvítvíninu og sjá svo hvort við svissum svo yfir í latte eða bara meira hvítvín..já ég held það barasta.

Mikil ást og tilhlökkun!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með elsku bestu 5 ára stóru stelpuna, jeminn hvað þetta líður Kolfinnur!
Þetta eru yndislega myndir að vanda og litirnir og stemmningin nást alveg 100% hjá þér :)

hafiði það gott það sem eftir lifir í baxelóló
knúsar
Selma og gengið

Nafnlaus sagði...

Gleymdi alltaf að spurja, hvernig gengur með súkkulaðiblómið ? Er e-ð súkkulaðitré farið að vaxa :D

Nafnlaus sagði...

Takk Selur minn;)

Já Fjóla ég "gleymdi" alveg að segja frá þróun mála. Það óx semsagt risasúkkulaðitré með svona blönduðu sukkulaði..nóakropp,snikkers,twix og þristum.Það var bara svo mikið vesen að hafa það því súkkulaðið bráðnaði alltaf jafnóðum og yfir allan pallinn sem var mega subbulegt. Ég bara náði ekki að borða það nógu hratt, ótrúlegt en satt svo ég þurfti að höggva það niður og búa til súkkulaðisósu úr restinni!Þetta er það sem gerðist.

Einhverjir mundu segja að grænu fingurnir hafi brugðist mér í þetta skiptið og ekkert hafi gerst en það er rugl!;)

Nafnlaus sagði...

Samt heppin að fá Nóakropp og þrista úr útlensku súkkulaði ! Það eru nú ekki allir sem geta galdrað það fram úr erminni. Svo eg myndi segja að þínir grænu fingur hafi bara staðið sig með sóma ! Og var hvort eð er ekki tilgangurinn með þessu öllu að búa til súkkulaðisósuna í endan ? Þið mæðgur stóðuð ykkur bara með príði í þessari "gróður"rækt ykkar :D
knús í kaf og kossar á bólakaf :*

p.s. bíð spennti eftir svona sentimentaluppgjörsfærslu á Barcelonadvöl og auðvitað síðustu myndunum frá Baxe :D

Nafnlaus sagði...

Ótrúlegt þetta útlenska súkkulaði!Jú það má segja að tilgangnum hafi verið náð með súkkulaðisósunni.

Ég hlýt að enda dvölina á eldheitu og sveittu tilfinningabloggi..sjáum til;)

glimmerkossarxxx