Þessi mynd af þeim frænkum er í dálítlu uppáhaldi hjá mér.
Þegar Salka vaknar í fyrramálið verður þessi uppáhalds líka mætt á svæðið og Salka er ekki að trúa því. Áðan valdi hún fílatannbursta í stíl handa þeim. Emilía, Birna og mamma hennar Birnu ætla semsagt að kíkja við um helgina. Það verður eflaust mikið gaman.
Í tilefni af því og sólinni skellti ég inn myndum sem þið megið skoða...þetta er dálítið mikið af myndum þar sem ég kann mér illa hóf en samt er þetta bara brot af þeim ;)
Síðasti dagur febrúarmánaðar í dag...sjáumst í mars!
Síðasti dagur febrúarmánaðar í dag...sjáumst í mars!
9 ummæli:
Þetta er gaman að heyra, ég er líka að fara að heimsækja Fanneyju í Sverige í næstu viku og get ekki beðið, tel niður dagana. En heyj mannstu hvað hárið á Seinfeld er sexy?!
En skemmtilegt að kíkja til Fanneyjar, það verður sko gaman hjá ykkur!...Ekki bara hárið hvað með brosið,mjallahvítu skóna,ljósu strauuðu velgirtu gallabuxurnar, ef ég bara ætti séns... maður má nú láta sig dreyma;)
Oh hvað ég var gklöð að lesa þetta blogg :D klukkan 8 í morgun by the way ! Er búin að skoða allt með hléum hérna í morgun milli þess sem ég spila, er í fótbolta, gef að borða og bara svona hitt og þetta :D Æðislegar myndir, hlakka til að fá mínat til að setja inn á síðuna okkar :D Og það er alveg á hreinu að Barcelona er ein af mínum uppáhaldsborgum, bara æðisleg og bara æðislegt að vera þarna. Margt svo spennandi !
En viti menn, ég held að Eva hafi smitast af Funa. Hún er orðin matasjúk ! Stendur fyrir framan ísskápinn eða mataskúffurnar allan liðlangan daginn og heimtar nammnamm nammnamm :D Er er alveg ólm í að smakka allt sem allir aðrir eru að borða :D Ótrúlega fyndið, líka stundum doldið annoying ef maður þarf að vera að standa í þessu allan morguninn :D
kv. frá mér og börnunum, Maggi farinn til snjólandsins ógulega. Ætli hann komi sem yeti ?
Geggjaðar myndir. Ótrúlega gaman að skoða og færir okkur skrefi nær ykkur og Baxelona.
Æðislegt að þið séuð að fá svona góða heimsókn. Ég get ímyndað mér að það verði miklir fagnaðarfundir hjá vinkonum og frænkum.
Já Funi má bara ekki sjá mat eða eitthvað sem líkist honum án þess að verða að vera með..getur einmitt orðið þreytt atriði að hafa hann hangandi á fætinum í hvert skipti sem maður labbar inn í eldhús..hann hefur komið Evu í skilning um að þetta sé málið ;)
Já Harpa, það voru ekkert lítið spenntar frænkur sem vöknuðu eldsnemma á laugardagsmorgun og sáu hvora aðra.
Það styttist óðum í fleiri endurfundi ;)
æ maður verðu nú bara veikur við að skoða þessar myndir, baxe virðist vera besti staður í heimi að búa á!! vona að ég nái að komast í heimsókn til ykkar einhverntímann. en fyrst þarf að klára svo sem eina ritgerð... kveðjur frá klakanum góða
mnbbvghyytreegmZMZZMXzmxXXMMo,mmmmmmmm, usajbxzhnxbbx bdshsbsabxsbhfvðg-ds´'´'f´´,f'Þ',fþ'´?Þv'ZXÆ´Ff-dg´kt-wgfdl´fk-gæsd-p´cg-ædsófp-ago´f-dop´dwoægð-p´-xð´vx-´ogð-´-ö9-9ðhhöp0h-ö9pcs
Jæja þá eru bara tæpar 2 vikur í að við komum og öllum er farið að hlakka mikið til, rosalega er gaman að skoða allar flottu myndirar ykkar , greinilega mikið að skoða þegar við komum.
María systir og co.
Já Tóta það væri nú aldeilis gaman að fá þig hingað..þá gæti ég reynt að vera eins góður gestgjafi og þú í Lundúnahöllinni hér um árið ;)
Tindur og Gylfi,takk fyrir að skilja eftir spor á síðunni:D
María, ég er ekki að trúa því hvað er stutt í partýið!
Skrifa ummæli