Ég var að hlusta í gær og fékk krakkana til að dansa brjálað með mér við ýmsa slagara. Ég missti mig reyndar aðeins í Gaggó vest, þegar ég tók öll múv sem ég kunni á einu bretti og börnin göptu bara hálfvandræðaleg en samt nokkuð agndofa yfir kunáttu minni og án þess að vera komin á þann aldur að biðja mig vinsamlegast um að hætta. Ég nýtti mér það og reyndi að kenna þeim allt sem ég kann áður en þau fatta hvað ég er ekki kúl. Held samt að þau hafi fattað það alveg sjálf þegar ég í einu stökksporinu dúndraði hendinni á mér í hornið á sófaborðinu...lét auðvitað ekkert á mig fá og kláraði dansrútínuna en handleggurinn ber hennar augljós merki.
Ég tímdi svo ekki að fara að sofa í gær þegar Óli Palli (já hann er besti vinur minn svo ég kalla hann bara Óla Palla;) var með næturvaktina. Fólk var að hringja inn misgóð óskalög og það er svo gaman og íslenskt eitthvað. Vel típsí og hress á því allstaðar af landinu að biðja um eitthvað frábært óskalag í tilefni af hinu og þessu og hvort það megi ekki fá tvö af því bara eitthvað. Eldri dama hringdi inn og sagðist vera heima að fá sér drykk af því að hún hafi verið á Dillon og aðeins ákveðið að kíkja heim en ætli samt aftur út, ungur maður hringdi og sagðist vera að brenna birkigreinar með kærustunni sinni og langi að hlusta á Simon og Garfunkel (hvernig sem það er skrifað), önnur kona hringdi þá inn og sagðist ekkert lítast á það...hún vilji meira rokkk! Svona gengur þetta svo langt fram á kvöld og eiginlega nótt því ég er aðeins á undan í tíma.
Fastagestir(hlustendur) hringja svo alltaf inn og ég sé hvert Jón Gnarr leitar í persónusköpun. Hver öðrum fyndnari og skemmtilegri...það er ekkert hægt að lýsa þeim frekar, bara hlusta. Birgir Guðmundsson Þorlákshöfn hringir svo alltaf traustur inn með kveðju til vina og ættingja og eitthvert vel valið óskalag við. Klassískt.
Nú er ég reyndar ekki alveg eins glöð með það sem ég hef heyrt í kvöld en það er nú kannski vegna þess að ég meika ekki að hlusta á útvarpsfólk sem rennir sér inn í allt sem það segir og setur upp sérstaka útvarpsrödd og lætur einhvern leiðinlegan fróðleik fylgja..."ooog næsta lag er með íslandsvini uuu hann er breskur oooog spilaði í Laugardalshöll í sumar oog þetta er enginn annar en James Blunt" gubb,ég er ekki að búa þetta til og allskonar fleiri vibbi. Talaðu bara venjulega! Iiii nei djók ýkt skemmtilegt.
Nú er bara að bíða eftir næturvaktinni og vona það besta.
4 ummæli:
Oh, var sko alveg búin að gleyma vaktinni á Rás 2, við gleymdum meira segj að hlusta á brekkusönginn og allt, skamm skamm á okkur Vestmannaeyjingana !
En við erum greinilega ekki mjög upptekna fólkið um verslóhelgi, erum bara að tölvast og hangsa hehe :D
Kvittum bara hjá hvor annari til skiptis.
Er ennþá alveg að spæla mig yfir því hvað er langt þanga til við hittumst. Hey, ég skora bara á ykkur að kíkja hingað á Verdisvej í haust :D Komið bara eina langa helgi, nóg pláss fyrir alla ! Eru þið menn eða mýs ? Mun þessari áskorun vera framfylgt ;) hehe.
Svo bara bíð ég eftir myndum, hef ekkert betra að gera á deginn en að hanga í tölvunni ;)
knús í kaf og kossar á bólakaf :*
Ég heyrði hinsvegar aðeins í Árna Jonsen svona þegar ég var með hljóðið á sem var nú ekki mjög lengi. Samt nóg til þess að segja að ég er ekki alveg að fatta þennan mann og hann má vera heppinn að flestir eru haugadrukknir að hlusta á hann..annars er ég ekki viss um að hann kæmist upp með þennan gjörning.Þú ert örugglega ekki sammála hehe ;)
Já við erum ekkert sérlega bissí í útilegunum um helgina..nema þá að tjilla á ströndinni, maður liggur nú úti þar hohoho. Það er nánast ólíft annarstaðar en á ströndinni þessa dagana buhu aumingja við ;)
Við erum annars byrjuð að pakka smá niður fyrir heimferð svona til að sjá hvort við þurfum að senda eitthvað á undan okkur..tja nema einhver ýkt skemmtilegur gestur eða gestir kíki við og bjóði sig fram sem burðardýr, það er ekki öll von úti en.
Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær við komum svo við erum menn ó svo miklir menn!
Myndir á leiðinni, alltaf á leiðinni ;)
Kafarakossar tilbaka xxx
hehehe ég heyrði einmitt í birgi guðmunds frá Þorlákshöfn um daginn í útilegunni, maðurinn er alveg klassi hihi: kveðja til gógó í bónus hveragerði, kveðja birgir, jóna á selfossi, kveðja birgir og jú jú you get my drift ;)
trúi ekki að mánuður heimkomu kollunnar sé kominn og nú aðeins dagaspursmál ajeeee :D
hlakka til að sjá ykkur
knúsar
Selmingur og co
já hann er búin að hringja inn á hverjum degi, eitthvað svo fallegt og skemmtilegt.
Það hringdi svo settleg kona í gær og bað um óskalag, nýtt lag með Helga Bjöss og mundi ekki alveg hvað það hét. "Ríðum sem fjandinn" sagði útvarpsmaðurinn með áeyrslu og hún misskildi það nokkrum sinnum áður en hún loksins náði titlinum. "Ríðum sem fjandinn" endurtók hún.."já ég þigg það" sagði hún alveg grunlaus um hvaernig það myndi hljóma.. hehe sorrí hún sagði það ;)
Þetta er bara spurning um nokkra daga og ég er ekki að trúa því!!
Skrifa ummæli